Hoppa yfir valmynd
18. nóvember 2004 Dómsmálaráðuneytið

Dóms- og kirkjumálaráðherra hjá Interpol

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra átti mánudaginn 15. og þriðjudaginn 16. nóvember fundi með Ronald K. Noble, forstjóra alþjóðalögreglunnar Interpol, og samstarfsmönnum hans í höfuðstöðvum lögreglunnar í Lyon í Frakklandi.
Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra ásamt Ronald K. Noble, forstjóra alþjóðalögreglunnar Interpol
Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra ásamt Ronald K. Noble, forstjóra alþjóðalögreglunnar Interpol

Fréttatilkynning
Nr. 15/ 2004

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra átti mánudaginn 15. og þriðjudaginn 16. nóvember fundi með Ronald K. Noble, forstjóra alþjóðalögreglunnar Interpol, og samstarfsmönnum hans í höfuðstöðvum lögreglunnar í Lyon í Frakklandi. Var myndin tekin af ráðherranum og forstjóranum við það tækifæri.

Í viðræðunum var rætt um þær miklu breytingar, sem orðið hafa á starfsemi Interpol síðustu fjögur ár eftir að Ronald K. Noble tók þar við stjórnartaumum. Interpol hefur fært sér nýja fjarskipta- og upplýsingatækni í nyt og komið á fót kerfi, sem nefnist I-24/7, sem vísar til þess, að allan sólarhringinn allan ársins hring er unnt að miðla rafrænum upplýsingum til Interpol og frá höfuðstöðvunum til þátttökuríkjanna 182 um hvaðeina, sem verða má til að upplýsa sakamál eða hafa uppi á einstaklingum, ferðaskilríkjum og stolnum ökutækjum, svo að nokkuð sé nefnt. Jafnframt hefur Interpol þróað gagnabanka, sem hafa að geyma gífurlegt magn upplýsinga til afnota við lausn sakamála.

Dóms- og kirkjumálaráðherra áréttaði mikilvægi þátttöku Íslands í starfi Interpol og nefndi þar meðal annars rannsókn líkfundarins í Neskaupstað fyrr á þessu ári, en með aðstoð Interpol tókst á skömmum tíma að sannreyna, hver hinn látni var. Þá lýstu forráðamenn Interpol áhuga á að kynnast því, hvernig staðið var að uppljóstrun og rannsókn við nýlega aðgerð undir forystu embættis ríkislögreglustjóra gegn ólögmætri aðför að höfundarrétti á rafrænum gögnum.

Auk dóms- og kirkjumálaráðherra sátu Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Þorsteinn Davíðsson, aðstoðarmaður ráðherra, fundina með yfirstjórn Interpol.

Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,

18. nóvember 2004.



Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra ásamt Ronald K. Noble, forstjóra alþjóðalögreglunnar Interpol
Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra ásamt Ronald K. Noble, forstjóra alþjóðalögreglunnar Interpol
Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra ásamt Ronald K. Noble, forstjóra alþjóðalögreglunnar Interpol
Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra ásamt Ronald K. Noble, forstjóra alþjóðalögreglunnar Interpol

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum