Hoppa yfir valmynd
20. maí 2019 Forsætisráðuneytið

14. fundur um stjórnarskrármál

Fundur formanna stjórnmálaflokka,
sem sæti eiga á Alþingi, um stjórnarskrármál

14. fundur – haldinn mánudaginn 20. maí 2019, kl. 12.00-13.00, í Stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu.

Fundargerð

Mætt eru: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra (VG), Bjarni Benediktsson (Sjálfstæðisflokki), Helgi Hrafn Gunnarsson (Pírötum), Logi Einarsson (Samfylkingu), Sigurður Ingi Jóhannsson (Framsóknarflokki), og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Viðreisn).

Inga Sæland (Flokki fólksins) og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Miðflokki) eru forfölluð.

Þá situr fundinn Unnur Brá Konráðsdóttir, verkefnisstjóri stjórnarskrárendurskoðunar, og Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri forsætisráðuneytinu, sem ritar fundargerð. Gestir fundarins undir 2. lið eru Guðbjörg Andrea Jónsdóttir og Hafsteinn Birgir Einarsson frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

1. Fundargerð síðasta fundar
Fundargerðin er samþykkt.

2. Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar
Guðbjörg Andrea Jónsdóttir kynnir drög að spurningalista fyrir skoðanakönnun. Drögin hafa verið unnin með fulltrúum forsætisráðuneytisins. Ráðgert er að könnunin fari fram í júní-mánuði. Um verði að ræða símakönnun með 3000 manna úrtaki.

Fundarmenn koma með ýmsar ábendingar sem unnið verður úr og ný drög send á fundarmenn með það fyrir augum að afgreiða þau á næsta fundi.

3. Rökræðukönnun - efni
Unnur Brá Konráðsdóttir kynnir tillögu að 5 málefnum sem tekin yrðu fyrir í rökræðukönnun í lok árs 2019: Forsetaembættið, þjóðaratkvæðagreiðslur, þjóðarfrumkvæði, kjördæmaskipan og atkvæðavægi og Landsdómur. Fram kemur hjá henni að hugsunin sé sú að í rökræðukönnun séu tekin fyrir efni sem áður hafi verið spurt um í skoðanakönnuninni sem rædd var undir lið 2. Efnin megi heldur ekki vera fleiri en svo að hægt sé að taka þau fyrir á tveggja daga rökræðufundi.

Undirbúningi verður haldið áfram í ljósi umræðna.

4. Önnur
Ákveðið að næsti fundur verði í hádegi síðar í maí til að ljúka umræðu um skoðanakönnunina.

Fleira ekki rætt.

Fundi slitið kl. 13.00

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum