Hoppa yfir valmynd
1. júní 2007 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Afhenti nýjum flugrekanda skírteini

Kristján L. Möller samgönguráðherra afhenti í gær forráðamönnum nýs flugrekanda, Íslandsflugs, skírteini til flugreksturs. Ráðherra kynnti sér í dag starfsemi Flugmálastjórnar Íslands og afhenti skírteinið við það tækifæri.
Íslandsflug fær skírteini til flugreksturs.
Íslandsflug fær skírteini til flugreksturs. Frá vinstri: Pétur Maack, Kristján Möller, Björn Þverdal og Bjarni Guðmundsson.

Pétur Maack flugmálastjóri tók á móti ráðherra og fylgdarliði hans og sagði frá starfsemi Flugmálastjórnar. Kom fram að fyrstu mánuðir ársins hafa meðal annars farið í að ganga frá nýju verklagi eftir aðskilnað stjórnsýslu og eftirlits Flugmálastjórnar frá flugvalla- og flugleiðsöguþjónustu sem Flugstoðir ohf. annast eftir skipulagsbreytinguna.

Íslandsflug hið nýja verður með vélar af gerðinni Dornier 228, Partenavia og Chieftain og segjast forráðamenn félagsins meðal annars ætla að sinna leiguflugsverkefnum.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira