Hoppa yfir valmynd
28. febrúar 2018 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Óskað eftir tillögum að handhöfum umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

RePack frá Finnlandi hlaut umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 2017. - myndMagnus Froderberg/norden.org

Norðurlandaráð auglýsir eftir tillögum að handhöfum náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2018. Þema Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs á þessu ári er verndun lífríkis hafsins.

Umhverfisverðlaunin eru veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem sýnt hefur fordæmi með því að samþætta umhverfissjónarmið starfsemi sinni eða á annan hátt unnið mikilsvert starf í þágu umhverfisins. Verðlaunahafinn skal vera norrænn og starfa á Norðurlöndum og/eða í tengslum við aðila utan Norðurlanda.

Með valinu á þema ársins vill norræna dómnefndin vekja athygli á verkefnum sem styðja hin nýju heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir 2030 en „lífið í hafinu“ er 14. heimsmarkmið SÞ.

Fresturinn til að senda inn tillögur rennur út þann 14. maí 2018. Norræn dómnefnd metur allar tillögur sem berast og birtir lista yfir tilnefnda í september. Verðlaunin verða veitt á verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs 30. október 2018 í Ósló og hlýtur verðlaunahafinn 350.000 danskar krónur.

Hægt er að senda inn tillögur að verðlaunahöfum með því að fylla út þar til gert eyðublað á heimasíðu Norðurlandaráðs.

Frétt Norræns samstarfs

Eyðublað vegna tilnefninganna

Nánar um náttúru- og umhverfisverðlaunin


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum