Hoppa yfir valmynd
23. maí 2013 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Telur eðlilegt að funda áður en gengið verði frá verksamningum vegna Álftanesvegar

Innanríkisráðherra sendi í dag bréf til vegamálastjóra og bæjarstjórnar Garðabæjar í framhaldi af greinargerð Vegagerðarinnar og bæjarstjórnarinnar um lagningu nýs kafla Álftanesvegar sem ráðuneytinu hefur borist og var birt í gær. Ráðherra telur eðlilegt að efnt verði til fundar með fulltrúum Vegagerðarinnar, sveitarfélagsins og ráðherra til að yfirfara málið í nýju ljósi áður en gengið verði frá samningum um verkið.

Bréf innanríkisráðherra er svofellt:

 Ég þakka greinargerð varðandi Álftanesveg í framhaldi af beiðni minni með bréfi til Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins Garðabæjar, dags. 22. apríl síðastliðinn. Ég tel mikilvægt að ráðuneytinu gefist tóm til að yfirfara greinargerðina og þá einnig þær athugasemdir sem hafa borist eða kunna að berast um hana.

            Tel ég eðlilegt að efnt verði til fundar með fulltrúum Vegagerðarinnar, sveitarfélagsins Garðbæjar ásamt ráðherra til að yfirfara málið í nýju ljósi áður en gengið verði frá nokkrum samningum.

            Skipulagsvaldið er vissulega á hendi sveitarfélagsins en framkvæmdin á vegum Vegagerðarinnar. Eðlilegt er að svo umdeild framkvæmd sem þessi fái rækilega skoðun og þá hvort aðstæður kynnu að hafa breyst í þá veru að áhrif hafi á fyrri áform. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa andmæli gegn framkvæmdinni farið vaxandi og er eðlilegt að horfa til þess og þá hvort unnt er að ná ,,meiri sátt við sjónarmið málsvara náttúruverndar" eins og segir í fyrrnefndu bréfi mínu.
            Í því sambandi skal nefnt að fyrrnefnd greinargerð byggir að uppistöðu til á skírskotun til breyttra aðstæðna á undangengnum árum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira