Hoppa yfir valmynd
23. febrúar 2012 Félagsmálaráðuneytið

Frumvarp til laga um innflytjendur

Borgarar
Borgarar

Velferðarráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um innflytjendur. Samkvæmt frumvarpinu verður hlutverk og starfsemi Fjölmenningarseturs, innflytjendaráðs og þróunarsjóðs innflytjenda bundið í lög.

Í greinargerð með frumvarpinu segir að markmið þess sé að stuðla að samfélagi þar sem allir geti verið virkir þátttakendur óháð þjóðerni og uppruna. Þetta sé í samræmi við samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og markmiðið samræmist 65. gr. stjórnarskrárinnar.

Einnig segir í greinargerð að með frumvarpinu sé í fyrsta skipti mælt fyrir um hvernig stjórnsýslu í málefnum innflytjenda skuli háttað en ætlunin er að festa í sessi ákveðið starfsumhverfi sem mótast hefur á grundvelli reynslu undanfarinna ára. Í frumvarpinu er ekki fjallað um réttindi og skyldur innflytjenda en stefnt er að því að innleiða tilskipun nr. 2000/43/EB um framkvæmd meginreglunnar um jafna meðferð manna án tillits til kynþáttar eða þjóðernis samhliða innleiðingu tilskipunar nr. 2000/78/EB um almennar reglur um jafna meðferð á vinnumarkaði og í atvinnulífi. Í greinargerð kemur fram að frumvarpið feli í sér mikilvæg skref til að tryggja bætta stöðu innflytjenda og að næstu skref verði stigin með innleiðingu fyrrnefndrar tilskipunar um framkvæmd meginreglunnar um jafna meðferð manna án tillits til kynþáttar eða þjóðernis.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira