Hoppa yfir valmynd
16. júní 2017 Innviðaráðuneytið

Skýrsla um endurskoðun á rekstri flugvalla

Vinnuhópur, sem Ólöf Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, setti á laggirnar í ágúst 2016, og falið var að skoða hvort breytingar á rekstrarfyrirkomulagi innanlandsflugvalla gætu stuðlað að hagkvæmari og skilvirkari almenningssamgöngum lauk störfum í maí sl. Niðurstaða hópsins er sú að gera eigi stærstu flugvellina fjárhagslega sjálfstæða þannig að notendagjöld flugvallanna endurspegli í auknum mæli raunkostnað við rekstur þeirra.

Telur starfshópurinn að fjárframlög frá ríkinu til styrktar innanlandsflugi eigi með breyttu fyrirkomulagi að renna að mestu til flugrekenda til að mæta auknum kostnaði eða farþega, með niðurgreiðslu á farmiðum, til að koma í veg fyrir að fargjöld hækki vegna hærri flugvallagjalda.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum