Hoppa yfir valmynd
17. september 2008 Utanríkisráðuneytið

Amre Moussa heimsækir Ísland; talar á opnum fundi í Háskóla Íslands

Amra Moussa og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Amre Moussa og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Amre Moussa, framkvæmdastjóri Arababandalagsins, kemur til Íslands í opinbera heimsókn n.k. föstudag, 19. september. Heimsóknin hefst með fundi Amre Moussa og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra í Ráðherrabústaðnum. Að fundi loknum, kl. 10:00, verður stuttur blaðamannafundur.

Opinn fundur, þar sem Amre Moussa fjallar um deilu Ísraels- og Palestínumanna, friðarferlið og aðkomu Arabaríkjanna hefst svo kl. 12:15 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Fundurinn er öllum opinn en hann fer fram á ensku. Fundarstjóri verður Þórir Guðmundsson fréttamaður.

Amre Moussa hittir m.a. Geir H. Haarde forsætisráðherra og utanríkismálanefnd Alþingis á meðan heimsókn hans til Íslands stendur.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum