Hoppa yfir valmynd
16. desember 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fræðsluefni um kynheilbrigði fyrir fólk með þroskafrávik

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið að veita 700.000 króna styrk sem varið verður til vinnslu fræðsluefnis um kynheilbrigði fyrir fólk með þroskafrávik.

Styrkinn hlýtur María Jónsdóttir félagsráðgjafi sem vinnur að því að koma á fót fræðsluvef fyrir unglinga og fullorðið fólk með þroskafrávik sem þau geta skoðað sjálf eða með aðstandendum, kennurum eða aðstoðarfólki sínu. Meðal annars verður fræðsla um þróun ástarsambanda og muninn á einkarými og almannafæri.

Fræðsluefnið verður myndskreytt og er styrkurinn sérstaklega veittur til að standa straum af gerð teikninga.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum