Hoppa yfir valmynd
24. febrúar 2023 Forsætisráðuneytið

Yfirlýsing forsætisráðherra Norðurlanda vegna stríðsins í Úkraínu

Yfirlýsing forsætisráðherra Norðurlanda vegna stríðsins í Úkraínu - myndJohannes Jansson/norden.org

Forsætisráðherrar Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu vegna stríðsins í Úkraínu en í dag er ár liðið frá því að innrás Rússlands hófst.

Í yfirlýsingunni lýsa forsætisráðherrarnir yfir eindregnum stuðningi við Úkraínu eins lengi og þörf krefur. Ráðherrarnir fordæma harðlega grimmilegan yfirgang Rússlands. Nauðsynlegt sé að koma á varanlegum friði sem byggir á réttlæti og virðingu fyrir alþjóðalögum.

„Þegar brotið er gegn alþjóðalögum á einum stað ógnar það öryggi alls staðar. Áframhaldandi stríðsrekstur Rússland er ógn við lýðræði, brot á mannréttindum og grefur undan réttarríkinu. Þessi grunngildi þarf að verja. Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra,“ segir m.a. í yfirlýsingu forsætisráðherranna.

 

Yfirlýsing forsætisráðherra Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar (á íslensku)

Yfirlýsing forsætisráðherra Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar (á ensku)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum