Hoppa yfir valmynd
6. febrúar 2014 Dómsmálaráðuneytið

Kynnti breytingar á umdæmum sýslumanna og lögreglu

Fyrirhugaðar breytingar á skipan umdæma embætta sýslumanna og lögreglu eru kynntar á fundi innanríkisráðherra með fulltrúum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem nú stendur yfir. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra fór yfir lagafrumvörpin sem nú eru til meðferðar á Alþingi og að loknum inngangi hennar voru umræður. 

Breytingar á umdæmum sýslumanna og lögreglu voru ræddar á fundi innanríkisráðherra með sveitarstjórnarfulltrúum á Vesturlandi í dag.
Breytingar á umdæmum sýslumanna og lögreglu voru ræddar á fundi innanríkisráðherra með sveitarstjórnarfulltrúum á Vesturlandi í dag.

Gunnar Sigurðsson, formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, setti fund og síðan kynnti innanríkisráðherra í hverju breytingarnar væru fólgnar. Með ráðherra á fundinum voru sýslumenn á svæðinu, formaður Sýslumannafélagsins, formaður Lögreglustjórafélagsins og þeir embættismenn ráðuneytisins sem að málinu koma.

Innanríkisráðherra kynnir breytingar á umdæmum sýslumanna og lögreglu.Lagafrumvörpin tvö sem gera annars vegar ráð fyrir fækkun og stækkun á umdæmum sýslumanna og hins vegar lögreglustjóra eru nú til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Innanríkisráðherra sagði á fundinum að tilgangurinn með stærri rekstrareiningum sýslumannsembætta er að auka og efla þjónustu ríkisins í héraði og skapa aukin tækifæri til að færa ný verkefni til sýslumanna. Á sama hátt væri tilgangurinn með breytingum á umdæmum lögreglustjóra að auka samhæfingu og samstarf innan lögreglunnar um land allt, standa vörð um grunnþjónustu lögreglunnar, efla stjórnun innan lögreglu og gera lögreglustjórum kleift að sinna alfarið lögreglustjórn.

Frumvörpin gera ráð fyrir að breytingarnar taki gildi 1. janúar 2015.

Næsti fundur í röð funda innanríkisráðherra til að fá fram álit og ábendingar heimamanna vegna þessara breytinga fer fram á Egilsstöðum á morgun, föstudag.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum