Hoppa yfir valmynd
30. nóvember 2012 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Vellíðan undirstaðan þess að rækja starf sitt vel

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti ávarp á ráðstefnunni „Í flug formi“ sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Flugfreyjufélag Íslnds stóðu að í dag í samvinnu við flugrekendur. Tilgangur ráðstefnunnar var að fjalla um heilsufar flugliða og hvaða þættir í umhverfinu geta haft áhrif á dagleg störf.

Ögmundur Jónasson ávarpaði í dag ráðstefnu um heilsufar flugliða.
Ögmundur Jónasson ávarpaði í dag ráðstefnu um heilsufar flugliða.

Geirþrúður Alfreðsdóttir, flugstjóri og formaður heilsu- og vinnuverndarnefndar FÍA, setti ráðstefnuna og lýsti ánægju með að félögin tækju þessi mál til umræðu.

Ögmundur Jónasson ávarpaði í dag ráðstefnu um heilsufar flugliða.Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði meðal annars í ávarpi sínu að starfsumhverfi flugliða væri á margan hátt sérstakt og hefði löngum heillað marga. Hann kvaðst sjálfur heillaður af fluginu, ekki síst því sem hann nefndi vorboða þegar æfingaflug frá Reykjavíkurflugvelli er stundað af kappi í sumarbyrjun.

Innanríkisráðherra sagði vellíðan skipta miku máli. ,,Vellíðan er undirstaða þess að við getum rækt störf okkar. Hún er undirstaða allra athafna okkar í daglegum störfum,” sagði ráðherra og sagði brýnt að flugliðar hugi vandlega að þeim þáttum sem haft geta áhrif á heilsuna og sagði umræðuefni ráðstefnunnar mjög áhugaverð.

Ögmundur Jónasson ávarpaði í dag ráðstefnu um heilsufar flugliða.

Meðal fyrirlesara voru læknarnir Hannes Petersen og Vilhjálmur Rafnsson en Hannes ræddi um jafnvægi og sjúkdóma í öndunarvegi og sagði meðal annars að mengun í andrúmsloftinu væri ekki bara reykur og vond lykt heldur líka kuldi og þurrt loft. Einnig talaði breski flugsálfræðingurinn Robert Bor um flugþreytu og sálfræðilega þætti sem áhrif hafa á frammistöðu, Lukka Pálsdóttir sjúkraþjálfari fjallaði um efnið að komast í flugform og Sindri Sindrason læknanemi ræddi um eyrnasuð.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira