Hoppa yfir valmynd
30. nóvember 2012 Innviðaráðuneytið

Samstarfsyfirlýsing milli Þjóðskrár Íslands og Færeyja undirrituð

Innanríkisráðherrar Færeyja og Grænlands, Kári Höjgaard og Anton Frederiksen, sem staddir eru á Íslandi í boði Ögmundar Jónassonar innanríksráðherra, áttu í dag fund með Ögmundi þar sem gestirnir kynntu sér ýmis sameiginleg málefni er varða ráðuneyti þeirra. Þá var undirrituð yfirlýsing milli Þjóðskrár Íslands og Umhvörvisstovu Færeyja um samstarf árin 2013 til 2015.

Innanríkisráðhererarnir Kári Höjgaard, Anton Fredriksen og Ögmundur Jónasson líta hér í blað.
Innanríkisráðhererarnir Kári Höjgaard, Anton Fredriksen og Ögmundur Jónasson líta hér í blað.

Heimsókn ráðherranna hófst í innanríkisráðuneytinu þar sem þeir ræddu saman og síðan kynnti Elsa Arnardóttir, framkvæmdastjóri Fjölmenningarseturs á Ísafirði, starfsemina fyrir þeim.

Erlendu ráðherrarnir sátu einnig fund með Salvöru Nordal, formanni stjórnlagaráðs, sem kynnti þeim starf ráðsins og tillögur þess um nýja stjórnarskrá. Einnig fjallaði hún um þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október og hvert framhald málsins er á Alþingi. Eftir kynninguna ræddu þau málið frá ýmsum hliðum og Salvör svaraði spurningum gestanna.

Salvör Nordal kynnti gestunum starfsfemi stjórnlagaráðs.

Á dagskrá ráðherranna í dag var einnig heimsókn í Þjóðskrá Íslands. Þar var undirrituð yfirlýsing Þjóðskrár og Umhvörvisstovunnar í Færeyjum sem annast ýmis sambærileg verkefni í stjórnsýslu og Þjóðskrá gerir hérlendis, svo sem að halda fasteignaskrá og þjóðskrá. 

Samstarfsyfirlýsing Þjóðskrár og Umhvörvisstofu Færeyja undirrituð.

Yfirlýsinguna undirrituðu þau Jóhanna Olsen, forstjóri Umhvörvisstofunnar í Færeyjum, og Haukur Ingibergsson, forstjóri Þjóðskrár, en þar segir að þessar stofnanir láti í ljós vilja sinn til samstarfs um yfirfærslu þekkingar, skráarhald og þróun kerfa árin 2013 til 2015. Verður á hverju ári samningsins einum til tveimur starfsmönnum stofnananna gefinn kostur á að starfa hjá hinni stofnuninni í tiltekinn tíma og sérfræðingar annarrar stofnunarinnar munu rýna starfsemi hinnar. Að samstarfstímanum loknum muni forstjórarnir meta árangur og hvort samstarfi yrði haldið áfram.

Gestirnir kynntu sér einnig vegabréfaútgáfuna sem fram fer hjá Þjóðskrá.Einnig kynntu gestirnir sér hvernig framleiðsla vegabréfa fer fram hjá Þjóðskrá Íslands.

Innanríkisráðherrar landanna, Kári Höjgaard og Ögmundur Jónasson voru viðstaddir undirritunina og lýstu þeir báðir ánægju sinni með nýtt samstarf landanna og sögðu samskipti Færeyinga og Íslendinga ávallt hafa verið vinsamleg og gagnleg.

Erlendu gestirnir heimsóttu einnig Árnastofnun og skoðuðu handrit undir leiðsögn þeirra Guðrúnar Nordal forstöðumanns og Svanhildar Óskarsdóttur rannsóknardósents.

Erlendu gestirnir skoðuðu handrit hjá Árnastofnun.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum