Hoppa yfir valmynd
14. janúar 2005 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs í Frakklandi

Tómas Ingi Olrich afhenti þann 11. janúar, Jacques Chirac, forseta Frakklands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Frakklandi.

Að afhendingu lokinni átti sendiherra fund með Frakkklandsforseta og ræddu þeir samskipti ríkjanna. Kom fram áhugi Frakka á að efla samstarf á sviði vísinda, ekki síst á sviði hátækni. Sendiherra lýsti ánægju Íslendinga með gott samstarf á sviði menningarmála, minntist á nýafstaðna menningarkynningu í Frakklandi og þakkaði stuðning Frakka í því sambandi. Þá ræddu þeir náttúruhamfarirnar í A-Asíu, samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og önnur mál er varða gagnkvæma hagsmuni ríkjanna.

Vöruskipti við Frakkland eru Íslandi í hag eins og undanfarin ár. Nam útflutningur Íslands 11,6 milljörðum króna árið 2003 (6,36% af heildarútflutningi) og var hlutfall sjávarafurða 70%. Innflutningur frá Frakklandi nam 6,9 milljörðum króna.

Með kaupum SÍF á matvælafyrirtækinu Labeyrie, nema heildarfjárfestingar Íslendinga í Frakklandi m það bil 67 milljörðum króna.

Yfir 20 þúsund franskir ferðamenn heimsóttu Ísland í fyrra. Ferðamannastraumur hefur aukst jafnt og þétt um 10% árlega síðustu ár. Bókanir til Íslands tvöfölduðust í nóvember í kjölfar menningarkynningarinnar.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum