Hoppa yfir valmynd
27. október 2017 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Verndarsvæði í byggð

  - myndMagnús Kristjánsson
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur nýlega samþykkt að ákveðin svæði innan sveitarfélaga njóti sérstakrar verndar og verði svokölluð verndarsvæði í byggð í samræmi við lög nr. 87/2015. Miðsvæði Djúpavogs og Garðahverfi á Álftanesi eru fyrstu verndarsvæðin til að hljóta staðfestingu.

Markmiðið með lögunum er að stuðla að vernd og varðveislu byggðar sem hefur sögulegt gildi. Ákvörðun ráðherra um að svæði njóti slíkrar verndar byggir á tillögum frá sveitarstjórn eða Minjastofnun Íslands og er virk þátttaka sveitarfélaga í verndun slíkra svæða afar þýðingarmikil.

Þann 15. október sl. undirritaði ráðherra í fyrsta sinn staðfestingarskjal um verndarsvæði í byggð og var það kjarninn í miðsvæði Djúpavogskauptúns. Það hefur fengið heitið Verndarsvæðið við voginn. Það var sveitarstjórn Djúpavogshrepps sem lagði þetta til við ráðherra.

Þann 24. október undirritaði ráðherra samskonar skjal sem staðfesti tillögu bæjarstjórnar í Garðabæ um að gera Garðahverfi á Álftanesi að verndarsvæði í byggð. Tillögurnar voru báðar unnar í samstarfi við Minjastofnun Íslands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum