Hoppa yfir valmynd
11. júní 2010 Innviðaráðuneytið

Drög að reglugerðum um almannaflug flugvéla og þyrla til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu reglugerðir um almannaflug, annars vegar um flugvélar og hins vegar um þyrlur. Þeir sem óska eftir að gera athugasemdir eða veita umsagnir eru beðnir að gera það eigi síðar en 25. júní á netfangið [email protected].

Með reglugerðadrögunum er innleiddur í íslenskan rétt annars vegar sá hluti viðauka nr. 6 við Chicago samninginn um alþjóðlegt almenningsflug (Convention on International Civil Aviation) er snýr að almannaflugi flugvéla og hins vegar sá hluti viðaukans er snýr að almannaflugi þyrla.

Ísland hefur verið aðili að Chicago samningnum frá árinu 1947 og hefur ákvæðum hans verið framfylgt hér á landi. Næsta haust er fyrirhuguð allsherjar úttekt Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) á flugmálum á Íslandi og af því tilefni hefur verið ráðist í að innleiða með formlegum hætti viðauka við samninginn. Eru meðfylgjandi reglugerðardrög þáttur í þeirri innleiðingu.

Uppsetning gerðanna er með þeim hætti að reglugerðirnar sjálfar samanstanda af nokkrum almennum ákvæðum en við gerðirnar eru svo viðaukar með nánari efnisákvæðum. Eru viðaukarnir hluti af reglugerðunum. Í gerðunum er fjallað um kröfur sem gerðar eru til flugvéla og þyrla í almenningsflugi svo sem viðhaldskröfur, kröfur um fjarskipta- og leiðsögutæki, kröfur til áhafna o.s.frv.

Setning reglugerða þessara felur ekki í efnislega breytingu á þeim kröfum sem gerðar eru til almannaflugs flugvéla og þyrla enda hefur ákvæðum viðauka 6 við Chicago samninginn almennt verið framfylgt hér á landi.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum