Hoppa yfir valmynd
23. september 2014 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að breytingu á reglugerð um prófun á ökuritum til umsagnar

Drög að breytingu á reglugerð um prófun á ökuritum eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um reglugerðardrögin og er umsagnarfrestur til 3. október næstkomandi. Skulu þær berast á netfangið [email protected].

Með reglugerðarbreytingunni eru meðal annars staðfestar breytingar sem orðið hafa á verkefnum stofnana er snerta ökurita. Þannig kemur Einkaleyfastofa í stað Löggildingarstofu, innanríkisráðuneytið í stað dómsmálaráðuneytis og Samgöngustofa í stað Vegagerðarinnar.

Að öðru leyti er breytingunum ætlað að tryggja betra samræmi milli reglugerðar nr. 572/1995 og reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 3821/85, með síðari breytingum en þar er fjallað um hvenær og hvernig fara skuli um skoðanir á ökuritum. Í ljósi þessa þykir rétt að leggja til þetta nýja ákvæði og hefur verið haft samráð við hagsmunaaðila við undirbúning málsins.

Þess má síðan geta að þann 4. febrúar sl. setti Evrópusambandið nýja reglugerð (No. 165/2014) sem á að leysa af hólmi fyrrnefnda reglugerð ráðsins (EBE) nr. 3821/85, þó ekki fyrr en 2. mars 2015. Fyrirséð er að sú reglugerð verði tekin inn í EES-samninginn á næstu misserum og í kjölfarið þurfi að eiga sér stað frekari endurskoðun á reglugerð nr. 572/1995 um prófun ökurita. Þrátt fyrir þetta er talin ástæða til að leggja til breytinguna nú.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira