Hoppa yfir valmynd
26. janúar 2021 Innviðaráðuneytið

200 milljóna viðbótarframlag Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk árið 2020

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarjóðs sveitarfélaga frá 22. desember síðastliðnum um úthlutun sérstaks viðbótarframlags á árinu 2020 vegna þjónustu við fatlað fólk. Nemur upphæð framlagsins 196,7 milljónum króna.

Á grundvelli 2. gr. reglugerðar nr. 616/2020 um framlög Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2020 er heimilt að veita sérstök viðbótarframlög til þeirra þjónustusvæða þar sem kostnaður við reksturinn er verulega íþyngjandi. Í greiðslu- og rekstraráætlun sjóðsins 2020 er gert ráð fyrir að viðbótarframlög á árinu geti numið allt að 400 m.kr. Þegar hafa komið til greiðslu framlög að fjárhæð 203,3 m.kr. vegna kostnaðar sem hefur beina tengingu við Covid-19.

Útreikningur á skiptingu 196,7 milljóna króna framlagsins byggist á rekstrarniðurstöðu þjónustusvæða á árinu 2019 og skiptihlutfalli svæða. Framlagið hefur þegar verið greitt út.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum