Hoppa yfir valmynd
17. október 2022

Jarðvarmsamstarf við Íslendinga mikilvægur þáttur í kolefnisjöfnuði í Ladakh-fylki

R. K. Mathur fylkisstjóri Ladakh ásamt Guðna Bragasyni sendiherra og Benedikt Höskuldssyni sérstökum fulltrúa fyrir loftslagsmál. - mynd

Samstarfið við Íslendinga um nýtingu jarðvarma í Ladakh-fylki er mikilvægt í viðleitni stjórnvalda til að ná kolefnisjöfnuði í Ladakh fyrir 2050, sagði fylkisstjóri Ladakh-fylkis á fundi með Guðna Bragasyni sendiherra og Benedikt Höskuldssyni sérstökum fulltrúa fyrir loftslagsmál 13. október 2022. Fylkisstjórinn, R. K. Mathur, sagðist hafa heimsótt  jarðhitasvæðið í Puga-dal, þar sem ÍSOR og VERKÍS hafa átt samstarf við ONGC, stærsta orkufyrirtæki á Indlandi.

Narendra Modi forsætisráðherra Indlands hefur lýst yfir miklum fyrirætlunum um að ná kolefnisjöfnuðu í fylkinu og gegnir jarðvarmanýting hlutverki í því. Á fundinum með fylkisstjóranum var  rætt um margvíslega möguleika jarðvarmanýtingar, til að bæta efnahag og kjör íbúa fylkisins. Fylkið er í norð-vesturhluta landsins við landamæri Kína og telst til Himalaya-svæðisins. Stjórn þess er frábrugðin öðrum fylkjum á Indlandi, en það er undir sérstakri stjórn alríkisstjórnarinnar, sem skipar í stöðu fylkisstjóra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum