Hoppa yfir valmynd
12. október 2017 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fundar með Ségolène Royal sendiherra Frakklands í málefnum norður- og suðurpóls

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Ségolène Royal sendiherra Frakklands í málefnum norður- og suðurpóls - mynd

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, átti fund í dag með Ségolène Royal sendiherra Frakklands í málefnum norður- og suðurpóls. Á fundinum var rætt um góð samskipti og samstarf Frakklands og Íslands, málefni norðurslóða, umhverfis- og loftslagsmál, auk efnahagsmála. Royal er fyrrum loftslags-og umhverfisráðherra Frakklands og er á Íslandi í tilefni af Hringborði norðurslóða (Arctic Circle Assembly). 

Þá ávarpaði forsætisráðherra hádegisverð í dag á vegum Munic Security Conference (MSC) um öryggi á norðurslóðum. MSC stendur fyrir hringborðsumræðum í Höfða í dag um öryggi á norðurslóðum, í tengslum við árlegt Hringborð norðurslóða sem hefst í Hörpu á morgun 13. október.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum