Hoppa yfir valmynd
6. apríl 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisráðherra fundar með trúnaðarmönnum verkalýðsfélaga innan heilbrigðisþjónustunnar

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra hélt fund með trúnaðarmönnum verkalýðsfélaga innan heilbrigðisþjónustunnar þann 6. apríl í húsakynnum BSRB.

Vel var mætt á fundinn þar sem staða mála og framtíðarhorfur voru til umræðu. Í máli Ögmundar kom fram mikilvægi þess að standa vörð um heilbrigðisþjónustuna í landinu og til þess þurfi samstöðu allra þeirra sem vinna innan heilbrigðisþjónustunnar. Ögmundur lagði áherslu á að samstaða, samvinna og samráð væru höfð að leiðarljósi við þau verkefni sem framundan eru í heilbrigðisþjónustinni og að velferðarmál væru líka atvinnumál.

Heilbrigðisráðherra hefur boðað til vinnufundar um heilbrigðisþjónustu þann 7. apríl í tilefni Alþjóðaheilbrigðisdagsins, en með vinnudeginum lýkur fundaröð um heilbrigðisþjónustu á tímum hagræðingar þar sem framtíð heilbrigðisþjónustunnar er tekin til opinnar umræðu.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum