Hoppa yfir valmynd
20. nóvember 2009 Innviðaráðuneytið

Námskeið í reikningsskilum fyrir sveitarfélög

Reikningsskila- og upplýsinganefnd hélt í gær málstofu í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um reikningsskil sveitarfélaga. Þátttakendur voru framkvæmdastjórar sveitarfélaga, fjármálastjórar, aðalbókarar og starfmenn endurskoðunarskrifstofa.

Frá málstofu reikningsskila- og upplýisinganefndar.
Frá málstofu reikningsskila- og upplýisinganefndar.

Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, setti málstofuna og sagði hann meðal annars að unnið væri nú að endurskoðun á reglugerðum og auglýsingum um reikningsskil og upplýsingar í samráði við Hagstofu Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga. Hann sagði núverandi reikningsskil fyrir sveitarfélögin hafa tekið gildi árið 2001 og færð nær hefðbundnum reikningsskilum fyrirtækja. Þessi breyting hefði gefist vel og allar nauðsynlegar aðlaganir flestar gengið vel, nema skuldbindingar utan efnahagsreiknings, sem ætti í mörgum tilvikum að vera innan efnahagsreiknings en það yrði væntanlega svo mjög fljótlega.

Í lok ræðu ávarps síns sagði ráðherra meðal annars: ,,Ég ítreka enn mikilvægi þess að bókhald og reikningsskil séu nýtt sem stjórntæki sveitarstjórnarmanna til að fylgjast með framvindu fjárhags sveitarfélags síns. Þá eru regluleg reikningsskil og upplýsingar þeirra ekki síður mikilvæg í því efnahagsástandi sem við búum núna við því ástandið er viðkvæmt og jafnvel getur hver og ein ákvörðun dagsins í dag skipt miklu máli varðandi fjárhag morgundagsins. Þess vegna þarf þetta allt að liggja fyrir nánast frá degi til dags.”

Málstofa reikningsskila- og upplýisinganefndar

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum