Hoppa yfir valmynd
12. nóvember 2018 Dómsmálaráðuneytið

Fræðsluefni um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Unnið er að gerð fræðsluefnis um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka á vettvangi stýrihóps um sama efni. Í dag voru birtir fyrstu tveir bæklingarnir, annars vegar um um rannsóknar- og tilkynningarskyldu tilkynningarskyldra aðila og hins vegar um þjálfun starfsmanna.

Frekara fræðsluefni er í undirbúningi, þar á meðal um einstaka efnisþætti laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka svo sem um ábyrgðarmenn, áreiðanleikakönnun, áhættumat o.fl. svo og efni sem beint er að einstökum tilkynningarskyldum aðilum svo sem lögmönnum, fasteignasölum, endurskoðendum og fjármálamarkaði.

Þá er unnið að undirbúningi fræðslufunda með einstökum tilkynningarskyldum aðilum sem fyrirhugað er að halda í janúar.

Sjá nánar: Tilkynningar til FIU - kynningarbæklingur.pdf og Þjálfun starfsmanna - kynningarbæklingur.pdf

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum