Hoppa yfir valmynd
25. október 2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Kvörtun um synjun eða takmörkun að aðgangi að gögnum

[…]
[…]
[…]

 

Reykjavík 25. október 2017
Tilv.: FJR16100007/16.2.0

Efni: Svar vegna kvörtunar um synjun eða takmörkun að aðgangi að gögnum.

Vísað er til bréfaskrifta milli yðar og ráðuneytisins, nú síðast bréfs yðar dags. 27. febrúar 2017, þar sem þér gerið alvarlegar athugasemdir við umsögn Fjársýslu ríkisins og þau fylgigögn sem henni fylgdu, auk þess sem þér teljið að málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga hafi verið brotnar og að ráðuneytinu beri að rannsaka það sjálfstætt og taka afstöðu til.
Við mat á beiðni yðar um aðgang að gögnum verður að hafa í huga að þau gögn sem hér um ræðir varða upplýsingar sem teljast mjög viðkvæmar í skilningi laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, sbr. t.d. e. lið 8. tölul. 2. gr. Að mati ráðuneytisins er því ljóst að þér getið ekki fengið óheftan aðgang að þeim lista sem Læknafélag Íslands skilaði á rafrænu formi til Fjársýslunnar, þar sem hann varðar upplýsingar um stéttarfélagsaðild margra einstaklinga, sem óheimilt er að upplýsa um, eða afhenda til þriðja aðila, nema við mjög afmarkaðar aðstæður. Því telur ráðuneytið að með hliðsjón af tilvitnuðum ákvæðum laga um persónuvernd sé sú aðferð Fjársýslu ríkisins, að afhenda yður úrtak úr þeim listum frá Læknafélagi Íslands með þeim upplýsingum er varða yður persónulega, fullnægjandi og í fullu samræmi við þau sjónarmið sem fram koma í stjórnsýslulögum um aðgang að gögnum. Því mun ráðuneytið ekki aðhafast frekar í þessu máli. Beðist er velvirðingar á því hversu dregist hefur að svara bréfi yðar.


Fyrir hönd ráðherra


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum