Hoppa yfir valmynd
12. júní 2018 Heilbrigðisráðuneytið

Breyting á lyfjalögum til að sporna við því að fölsuð lyf komist á markað

Lyf - myndStjórnarráðið

Alþingi samþykkti nýlega frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingu á lyfjalögum sem hefur það markmið að sporna við því að fölsuð lyf komist á markað.

Með lagabreytingunni er verið að innleiða tilskipun og framkvæmdareglugerð ESB þannig að löggjöf í tengslum við lyf fjalli um alla aðila aðfangakeðjunnar svo hægt sé að tryggja áreiðanleika hennar í  þessu skyni. Innleiðing tilskipunarinnar hefur í för með sér þrengdar heimildir til umpökkunar og endurmerkingar lyfja. Meðal nýmæla er heimild til að stunda netverslun með lyf undir eftirliti lyfjastofnunar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum