Hoppa yfir valmynd
22. maí 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Velferðarsjóður barna styrkir sumarstarf barna

Velferðarsjóður barna leitar í sumar eftir samstarfi við skipuleggjendur íþrótta-, leikja-, og tómstundanámskeiða með verkefninu Sumargleði. Markmiðið er að tryggja jafnan aðgang barna að sumarnámskeiðum.

Sjóðurinn er tilbúinn að greiða niður gjöld að stórum hluta á námskeiðum ásamt máltíð í hádegi. Námskeiðshaldarar geta sótt um styrk úr sjóðnum. Þau námskeið sem eiga möguleika á styrkúthlutun eru námskeið sem eru dagnámskeið, innihalda holla máltíð, eru fjölbreytt námskeið með fræðandi ívafi og stjórnað af fullorðnum ábyrgum aðila. Umsóknafrestur er til og með 27. maí nk.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum