Hoppa yfir valmynd
19. ágúst 2019 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Hátíð í Ólafsdal

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra flytur ávarp á Ólafsdalshátið. - mynd
Í Ólafsdal við Gilsfjörð í Dalasýslu má finna merka minjastaði en þar var meðal annars stofnaður fyrsti búnaðarskóli Íslands árið 1880. Um helgina fór þar fram árleg Ólafsdalshátíð og flutti Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ávarp af því tilefni.

Í ávarpi ráðherra kom fram hversu mikill hugvitsmaður og frumkvöðull Torfi Bjarnason var í sínum störfum. Ásamt því lagði ráðherra áherslu á þau tækifæri sem felast í tæknibyltingunni sem við stöndum frammi fyrir nú. Sjálfvirknivæðing, gervigreind og sýndarveruleiki eru allt þættir sem Ísland getur notið góðs af eins og af fyrri tæknibyltingum. Til þess að þjóðin geti nýtt sér þau að fullu þarf að styðja við læsi í víðasta skilningi. Einnig kom fram í máli ráðherra að í upphafi 20. aldar hafi um 75% vinnuafls á Íslandi starfað við sjávarútveg og landbúnað en í dag starfa tæp 5% við þessar greinar. Íslandi hafi á þessum tíma tekið á móti tækniþróun og nýtt sér hana til þess að að auka hagsæld þjóðarbúsins verulega.

Skólahús frá árinu 1896 stendur í Ólafsdal og er það opið gestum á sumrin. Minjar um margar aðrar byggingar er á staðnum en einnig merkar jarðræktarminjar. Í Ólafsdal er minnisvarði um Torfa Bjarnason, stofnanda búnaðarskólans, og Guðlaugu konu hans eftir myndhöggvarann Ríkharð Jónsson. Ólafsdalsfélagið vinnur nú að endurreisn staðarins en það félag gengst einnig fyrir fyrrgreindri hátíð sem nú var haldin í tólfta sinn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum