Hoppa yfir valmynd
14. desember 2023 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Styrkir Norræna félagið vegna norrænna ungmennaskipta

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt Norræna félaginu styrk til þriggja ára að heildarupphæð 21 milljón króna. Styrkurinn er veittur vegna tveggja verkefna hjá félaginu.

Annars vegar er um að ræða rekstur Nordjobb á Íslandi árin 2024-2026 en það er samnorrænt verkefni sem að mestu er fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni og rekið af Norræna félaginu. Markmið verkefnisins er að greiða fyrir þátttöku norrænna ungmenna á vinnumarkaði á Norðurlöndunum og efla þekkingu þeirra á norrænum tungumálum, vinnumarkaði og menningu. Frá upphafi verkefnisins árið 1985 hefur Nordjobb útvegað um 28.000 ungmennum á aldrinum 18-30 ára árstíðabundið starf í öðru norrænu landi.

Styrkurinn til Norræna félagsins rennur einnig til sérstaks áhersluverkefnis sem nefnt hefur verið, Vestnordjobb en það er verkefni sem miðar að því að auka þátttöku vestnorrænna ungmenna í Nordjobb. Áhersla verður lögð á að auka ungmennaskipti milli Íslands, Færeyja og Grænlands. Með því að leggja sitt af mörkum til að efla vestnorrænan vinnumarkað tekur Nordjobb þátt í að gera Norðurlöndin að sjálfbærasta og samþættasta svæði heims í samræmi við framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar til ársins 2030.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum