Hoppa yfir valmynd
20. júní 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Átta frumvörp félags- og vinnumarkaðsráðherra urðu að lögum á vorþingi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. - mynd

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, lagði fram alls 11 þingmál á liðnu þingi og hlutu níu þeirra afgreiðslu. Þar af urðu átta frumvörp að lögum og ein þingsályktunartillaga var samþykkt. Flest þingmálin voru samþykkt á Alþingi í júní en frumvarp til laga um breytingu á lögum um Barna- og fjölskyldustofu og um Gæða og eftirlitsstofnun voru samþykkt í desember 2021.         

Meðal mála sem voru samþykkt í júní var frumvarp um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, frumvarp um sorgarleyfi, frumvarp um breytingu á lögum um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins og frumvarp um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga.

Þá var þingsályktunartillaga um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2022-2025 samþykkt en með henni verður mótuð skýr og heildstæð langtímastefna í málefnum innflytjenda, flóttafólks og fjölmenningar sem miði að því að fólk sem sest hér að hafi tækifæri til aðlögunar og virkrar þátttöku í samfélaginu og á vinnumarkaði og tryggt að innflytjendur sem hér vilja búa og starfa fái tækifæri til aðlögunar og geti nýtt hæfileika sína, þekkingu og reynslu.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra: „Ég er mjög ánægður með uppskeru þingvetrarins og okkur tókst að fá mikilvæg mál, sem láta kannski ekki öll mikið yfir sér en skipta miklu máli fyrir mörg, samþykkt. Þá hefur samstarfið við nefndir þingsins verið til fyrirmyndar. Nú tekur við vinna í ráðuneytinu við að undirbúa næsta þingvetur og ég hlakka til að leggja fram fleiri góð og mikilvæg mál á næsta þingi.“

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum