Hoppa yfir valmynd
30. maí 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisráðherra veitir gæðastyrki

Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, veitti í dag heilbrigðisstarfsmönnum tólf gæðastyrki. Fjörutíu og níu sóttu um styrki að þessu sinni og bárust umsóknir hvaðanæva af landinu. Sótt var meðal annar um styrki til stefnumótunar, skráningar og kóðunar, gerð fræðslubæklinga, sýkingavarna og gæðaeftirlits, forvarna, skólaheilsugæslu, og rafræna samskipta við skjólstæðinga. Tuttugu og sex umsóknir um gæðastyrki bárust frá starfsmönnum Landspítala og sagði ráðherra þegar hann veitti styrkina að það sýndi áhuga starfsmanna spítalans á því að gera þjónustuna betri og markvissari.

Styrkþegar og ávarp ráðherra:

Gæðastyrkir 2005 (pdf skjal)

Gæðastyrkir - ávarp ráðherra (pdf skjal)

 

Styrkþegar og ráðherra

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum