Hoppa yfir valmynd
31. maí 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Reglugerð um þá sem ekki eru sjúkratryggðir hér á landi

Reglugerðin tekur gildi á morgun, 1. júní, og tekur hún meðal annars mið af ESB-reglum um almannatryggingar sem hafa verið innleiddar hér á landi og Norðurlandasamningi um almannatryggingar og svarar hún til árlegrar reglugerðar um greiðsluþátttöku þeirra sem eru sjúkratryggðir. Reglugerðin tekur til framkvæmdar hjá TR og heilbrigðisþjónustu hins opinbera þegar einstaklingar, sem ekki eru sjúkratryggðir hér á landi þarfnast aðstoðar og eiga rétt til nánari tilgreindrar aðstoðar hér á landi í samræmi við ákvæði milliríkjasamninga um almannatryggingar. Reglugerðin tekur einnig til aðstoðar og gjaldtöku vegna einstaklinga sem ekki eru sjúkratryggðir hér á landi og njóta engar réttinda samkvæmt milliríkjasamningum. Í reglugerðinni eru einnig ákvæði þess efnis að óheimilt sé að taka hærra, eða annað gjald,en tilgreint er í reglugerðinni og auk þess er tilgreint í henni hvaða skilríkjum þeir sem ekki eru sjúkratryggðir skuli framvísa á heilbrigðisstofnunum hér á landi.

 

Frekari upplýsingar:  Reglugerð - ósjúkratryggðir



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum