Hoppa yfir valmynd
2. júní 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Alnæmisráðstefna Sameinuðu þjóðanna í New York

Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, situr fund Sameinuðu þjóðanna um alþjóðlegar aðgerðir í baráttunni við alnæmi, HIV/AIDS. Ráðstefnan er haldin í höfuðstöðvum samtakanna í New York og hófst hún í dag. Heimsráðstefna var fyrst haldin fyrir fjórum árum um baráttu við alnæmi og markaði hún upphaf átaks þjóða heims á þessu sviði þar sem forvarnir, umönnun og meðferð við sjúkdómnum var sett á oddinn. Í skýrslu Kofis Annans, framkvæmdastjóra S.Þ., kemur fram að nokkuð hefur sigið á ógæfuhliðina í þessum efnum, þrátt fyrir samstillt átak þjóða heims með þeirri undantekningu að sums staðar hefur mönnum tekist að takmarka útbreiðslu alnæmis. Framkvæmdastjórinn leggur áherslu á það í skýrslu sinni, sem lögð var fram á ráðstefnunni, að þjóðir heims geri enn betur og herði baráttuna gegn alnæmi.

 

Frekari upplýsingar á vef S.Þ. : http://www.un.org/News/

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum