Hoppa yfir valmynd
8. júní 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Ársskýrsla landlæknis komin út

Landlæknisembættið hefur sent frá sér ársskýrslu vegna liðins árs. Margt fróðlegt er að finna í skýrslunni. Í aðfaraorðum Sigurðar Guðmundssonar fjallar landlæknir um heilsufar þjóðarinnar og segir meðal annars: “Ofþyngd og offita, einkum barna og unglinga, er vaxandi í velferðarsamfélaginu. Nú er svo komið að um 20% íslenskra barna eru of þung og um 5% of feit. Erum við þar á svipuðu stigi og nálægar þjóðir í Evrópu en eigum með sama framhaldi e.t.v. 5–10 ár í að ná Bandaríkjunum. Offita er sennilega, ásamt tóbaksreykingum, eitt af alvarlegustu heilbrigðisvandamálum sem við okkur blasa.”

Nánari upplýsingar: http://www.landlaeknir.is

 

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum