Hoppa yfir valmynd
Heilbrigðisráðuneytið

OECD tölur um heilbrigðismál

Í samanburði sem OECD hefur sent frá sér er Ísland í fimmta sæti þegar borinn er saman kostnaður við heilbrigðisþjónustu og kostnaðurinn mældur sem útgjöld á mann. Ísland er í fjórða sæti þegar mælikvarðinn er útgjöldin sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Í samanburði OECD er athyglinni meðal annars beint að útgjöldum til lyfjamála. Kemur þar fram að Íslendingar eru í 16 sæti þegar borin er saman notkun lyfja milli landa sem hlutfall af heilbrigðisútgjöldum, en í fimmta sæti þegar borinn er saman kostnaður við lyf á hvern íbúa.

Töfluverk frá OECD: http://www.oecd.org/dataoecd/35/13/34966969.pdf   (pdf skjal 45Kb)

 

 

 Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira