Hoppa yfir valmynd
3. febrúar 2005 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Enn fjölgar farþegum um Keflavíkurflugvöll

Nýjustu tölur frá Keflavíkurflugvelli sýna að 85.533 farþegar fóru um flugvöllinn nýliðinn janúarmánuð.

Í janúar í fyrra fóru 73.962 farþegar um flugvöllinn og nemur því fjölgunin tæpum 16%. Fjölgun farþega til og frá landinu er svipuð, þar sem farþegum á leið úr landi fjölgaði um rúm 13% en farþegum á leið til landsins fjölgaði um rúm 14%.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Ferðamálaráðs, www.ferdamalarad.is.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira