Hoppa yfir valmynd
4. febrúar 2005 Innviðaráðuneytið

Umsóknir um fjárframlög til rannsókna

Vegagerðin auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna rannsókna- og þróunarstarfs á árinu 2005.

Rannsóknarflokkarnir í ár eru fjórir:

  • Mannvirki
    Rannsóknir sem snúa að veginum sjálfum og því sem honum tilheyrir eins og brýr og jarðgöng. Hér er t.d. átt við hönnun, framkvæmdir o.þ.h.
  • Umferð
    Rannsóknir sem snúa að umferð um vegi landsins. Hér er t.d. átt við öryggi vegfarenda, þjónusta, umferðarstjórnun, upplýsingar til vegfarenda o.þ.h.
  • Umhverfi
    Rannsóknir sem snúa að ytra umhverfi vegarins, s.s. umhverfisáhrifum, veðurfari, náttúruvá, o.þ.h.
  • Samfélag
    Rannsóknir sem snúa að samfélaginu í víðara samhengi en hinir flokkarnir, s.s. rannsóknir á samfélagslegum áhrifum samgangna, arðsemi, kostnaði, flutningum, hreyfanleika o.þ.h.

Rannsókna- og þróunarstarf Vegagerðarinnar er að mestu fjármagnað af svonefndu tilraunafé. Umsóknir um styrki og/eða fjármögnun einstakra verkefna þurfa að berast á tilskildu umsóknarformi fyrir 14. febrúar 2005.

Aðilar innan og utan Vegagerðarinnar geta sótt um fjárframlög. Rannsóknarnefnd stofnunarinnar sér um úthlutun. Nánari upplýsingar gefur Ásdís Guðmundsdóttir, deildarstjóri rannsókna og þróunar hjá Vegagerðinni.

Nánari upplýsingar og aðgangur að umsóknarforminu er að finna á vef Vegagerðarinnar.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum