Hoppa yfir valmynd
14. febrúar 2005 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Formaður rannsóknarnefndar umferðarslysa

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur skipað Ásdísi J. Rafnar hæstaréttarlögmann, formann rannsóknarnefndar umferðarslysa.

Rannsóknarnefnd umferðarslysa var stofnuð árið 1996 er nefndin sjálfstætt starfsandi og óháð öðrum aðilum. Hlutverk nefndarinnar er að auka þekkingu og skilning á orsökum umferðarslysa. Nefndinni er ætlað að rannsaka umferðarslys og leggja fram tillögur til úrbóta, sem byggjast á niðurstöðum rannsóknanna.

Nefndin ákveður hvaða flokkar slysa skuli rannsakaðir, t.d. banaslys í umferðinni eða vissir flokkar alvarlegra umferðarslysa. Rannsakaðir eru þeir þættir er urðu til þess að slysið varð, og eru þeir flokkaðir eftir því, hvort þeir tengjast vegfarendum, ökutækjum eða vegi og umhverfi hans. Á grundvelli rannsókna skulu lagðar fram tillögur um ráðstafanir til að koma í veg fyrir sambærileg umferðarslys, eða draga úr afleiðingum þeirra.

Nánari upplýsingar um Rannsóknarnefnd umferðarslysa og hverjir skipa hana má finna á http://www.rnu.isEfnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira