Hoppa yfir valmynd
1. september 2006 Utanríkisráðuneytið

Framlagaráðstefna fyrir Palestínu haldin í Stokkhólmi 1. september 2006

Sendiherra Íslands í Svíþjóð, Guðmundur Árni Stefánsson sat framlagaráðstefnu til aðstoðar Sjálfstjórnarsvæðum Palestínu sem haldin var í Stokkhólmi í dag. Markmið ráðstefnunnar var að safna framlögum til manúðar- og uppbyggingarverkefna S.þ. á sjálfstjórnarsvæðum Palestínu, en ráðstefnan var haldin í boði ríkisstjórna Svíþjóðar, Noregs og Spánar í samráði við S.þ. og Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna.

Framlag Íslands vegna neyðar- og mannúðaraðstoðar á sjálfstjórnarsvæðum Palestínu nemur USD 200.000 og mun skiptast jafnt á milli World Food Programme og UNICEF. Þá hefur Ísland nýlega stutt Rauða hálfmánann í Palestínu um USD 90.000. Árlegt framlag Íslands til Flóttamannahjálpar S.þ. vegna Palestínu nemur á þessu ári USD 100.000.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum