Hoppa yfir valmynd
31. ágúst 2001 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Samgönguráðherra skipar nýjan formann RNF

Samgönguráðherra hefur með bréfi. dags. 24. ágúst 2001, ráðið Þormóð Þormóðsson, Brekkubyggð 9, Garðabæ, í stöðu formanns Rannsóknarnefndar flugslysa, RNF, frá og með 1. september nk. að telja.

Þormóður Þormóðsson er fæddur 22. ágúst 1963 og er því 38 ára gamall. Hann hefur B.S gráðu í flugviðhaldsrekstrarfræði frá Embry Riddle háskólanum í Bandaríkjunum.

Þormóður hefur unnið hjá loftferðaeftirliti Flugmálastjórnar, Flugfélaginu Atlanta og Flugleiðum hf, en til ársloka 2000 starfaði hann sem gæða- og rekstrarstjóri viðhaldsdeildar Íslandsflugs hf.

Fyrr á þessu ári var Þormóður ráðinn sem starfsmaður hjá RNF og hefur tekið þátt í rannsóknarstörfum hennar, jafnframt því að sækja þjálfunarnámskeið erlendis.

Skúli Jón Sigurðsson, fráfarandi formaður RNF, mun enn um sinn sinna verkefnum fyrir ráðuneytið og nefndina.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira