Hoppa yfir valmynd
29. maí 2018 Utanríkisráðuneytið

Hundrað milljóna króna framlag til OCHA

Utanríkisráðuneytið hefur nýverið lokið greiðslu síðari hluta 100 milljóna króna framlags til Samhæfingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna vegna mannúðarmála (OCHA). Um er að ræða greiðslur í sérstakan sjóð OCHA fyrir óeyrnamerkt framlög en úr þeim sjóði eru veittir fjármunir til hjálparstofnana SÞ og félagasamtaka á þeim svæðum þar sem neyðarástand ríkir.

Að þessu sinni voru greiddar 25 milljónir króna til neyðarsjóðs vegna Palestínu og 25 milljónir króna til sjóðs vegna neyðarástandsins á vatnasvæðinu sem kennt er við Tsjad. Á þessu ári þurfa tæplega 11 milljónir íbúa á því svæði í norðanverðri Mið-Afríku á mannúðaraðstoð að halda. Á síðasta ári tókst með naumindum að forða hungursneyð en mikil vannæring er útbreidd meðal íbúa á stríðshrjáðum svæðum í Nígeríu, Níger, Tjad og Kamerún. Þá eru rúmlega fjórar milljónir á vergangi í fyrrnefndum ríkjum.

Áður höfðu verið greiddar 50 milljónir króna til tveggja sjóða sem sinna mannúðaraðstoð vegna ástandsins í Sýrlandi, í Líbanon annars vegar og Sýrlandi hins vegar.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

16. Friður og réttlæti

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum