Hoppa yfir valmynd
5. apríl 2019 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Áfram íslenska: verkefnastjóri ráðinn

Helga Guðrún Johnson hefur verið ráðin verkefnastjóri verkefnisins Áfram íslenska sem unnið er að á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Markmið stjórnvalda er að efla íslensku sem opinbert mál hér á landi og tryggja að tungumálið verði áfram notað á sem flestum sviðum íslensks samfélags. Verkefnisstjóri mun vinna að mótun aðgerðaáætlunar með hliðsjón af þingályktunartillögu þess efnis sem nú liggur fyrir á Alþingi, útfærslu markmiða hennar og eftirfylgni aðgerða.

Helga Guðrún hefur starfað sem rithöfundur og þýðandi undanfarin ár og hefur einnig yfirgripsmikla reynslu af fjölmiðlun og kynningarmálum. Meðal ritverka hennar eru Hringfarinn (2018, ásamt Kristjáni Gíslasyni), Nóttin sem öllu breytti (2016, með Sóleyju Eiríksdóttur), Saga þeirra, saga mín (2014), Það er kominn gestur – saga ferðaþjónustu á Íslandi (2014, ásamt Sigurveigu Jónsdóttur) og fleiri bækur um ýmsa þætti í atvinnusögu Íslendinga.

Alls sóttu 27 um stöðu verkefnastjórans sem auglýst var 20. janúar sl.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum