Hoppa yfir valmynd
13. febrúar 2007 Utanríkisráðuneytið

Stuðningur við baráttu gegn barnahermennsku í Síerra Leóne

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 018

Utanríksráðherra hefur ákveðið að styrkja verkefni Rauða krossins vegna baráttunnar gegn barnahermennsku í Síerra Leóne um 10,6 m.kr. Framlagið rennur að hluta til byggingar endurhæfingarathvarfa þar sem börn og ungmenni fá bæði kennslu og sálræna aðstoð vegna afleiðinga borgarastyrjaldarinnar. Sérstök athvörf verða byggð fyrir ungar mæður þar sem þær fá aðstöðu fyrir börn sín meðan þær stunda nám.

Markmiðið með þessu verkefni er að hlúa að stríðshrjáðum börnum, veita þeim menntun, sálfræðiaðstoð og kennslu í iðngreinum til að gera þau betur í stakk búin til þess að takast á við eðlilegt líf.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum