Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2007 Utanríkisráðuneytið

Aðalræðismaður í Færeyjum

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 024

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að Eiður Guðnason, sendiherra, fari til starfa í Þórshöfn í Færeyjum sem aðalræðismaður Íslands á nýrri sendiræðisskrifstofu sem verður opnuð þar í byrjun apríl og er nú unnið að formlegum frágangi málsins í samráði við dönsk og færeysk stjórnvöld. Ísland hefur haft ræðismannsskrifstofu í Færeyjum síðastliðin 60 ár en ávallt hefur verið um ólaunað hlutastarf kjörræðismanns að ræða. Kjörræðismenn Íslands í Færeyjum hafa unnið mikið og fórnfúst starf í þágu Íslands en með opnun sendiræðisskrifstofu gefst aukið svigrúm til að efla og treysta tengsl Íslands og Færeyja á sviði viðskipta og menningar. Hin nýja skrifstofa aðalræðismanns Íslands verður til húsa í Fútastovunni í hjarta Þórshafnar.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum