Hoppa yfir valmynd
10. ágúst 2006 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Fréttamolar á fimmtudegi

Hér fara á eftir stuttfréttir um ökunema í Hvalfjarðargöngum, mál hjá Rannsóknarnefnd sjóslysa og hertan viðbúnað í flugi milli Bretlands og Bandaríkjanna vegna hugsanlegra hryðjuverka sem Lundúnalögreglan komst á snoðir um.

Ökunemar æfa sig í Hvalfjarðargöngum

Spölur hefur um árabil leyft ökunemendum að aka eina ferð um göngin í æfingaskyni þegar þeir eru að búa sig undir bílprófið. Var þessi háttur tekinn upp árið 2000 eftir beiðni frá Ökukennarafélagi Íslands enda þykir nauðsynlegt að leyfa ökunemum að æfa akstur um göngin. Um og yfir þúsund ökunemar hafa notfært sér þetta boð á ári hverju, í fyrra 1.159 ökunemar og 1.182 árið 2004. Eru það milli 80 og 120 í hverjum mánuði.

Fjölgun mála hjá Rannsóknarnefnd sjóslysa

Á síðasta ári komu alls 168 mál til kasta Rannsóknarnefndar sjóslysa en skýrslu nefndarinnar er að finna á vef Alþingis. http://www.althingi.is/pdf/thingskjal.php4?lthing=132&skjalnr=1179

Þrjú banaslys urðu á skipum í fyrra, jafnmörg og árið 2004 og 88 slösuðust en 89 árið áður. Þegar skoðuð er gróf flokkun mála sést að í 10 tilvikum í fyrra kom upp eldur um borð en þau voru 5 árið 2004 og árekstrar urðu 9 í fyrra en 3 árið 2004. Fram kemur í skýrslunni að tilkynnt voru í fyrra 363 slys til Tryggingastofnunar ríkisins. Segir að margir virði því ekki tilkynningarskyldu sína til Rannsóknarnefndar sjóslysa samkvæmt ákvæðum laga nr. 68/2000 um rannsókn sjóslysa.

Aukinn viðbúnaður í flugi

Gripið hefur verið til aukins viðbúnaðar í flugi milli Bretlands og Bandaríkjanna í dag vegna áforma um hryðjuverk í flugi milli landanna sem breska lögreglan uppgötvaði. Þetta hefði meðan annars þau áhrif að seinkun varð á morgunflugi Icelandair frá Keflavík til Lundúna vegna seinkana á Heathrow flugvelli og hert er á reglum um handfarangur í flugi til Bandaríkjanna. Handfarangur farþega er takmarkaður og enginn vökvi leyfður nema lyf mjólk fyrir ungbörn.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira