Hoppa yfir valmynd
16. júní 2010 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Reglugerðardrög um notendanefndir flugvalla til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu reglugerðardrög um notendanefndir flugvalla. Þeir sem þess óska geta sent umsagnir sínar á netfangið [email protected] eigi síðar en 30. júní.

Með reglugerðadrögum þessum eru settar reglur um störf notendanefnda flugvalla. Er í þeim fjallað um hlutverk nefndarinnar, fyrirkomulag funda, meðferð ágreiningsmála o.s.frv.

Nefndinni er ætlað að:

1.   vera vettvangur skoðanaskipta þar sem notendum er veitt tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður en teknar eru mikilvægar ákvarðanir um rekstur, þjónustu, gjaldtöku eða önnur atriði sem snerta mikilvæga hagsmuni þeirra;

2.   taka til umræðu tillögur rekstraraðila um ákvörðun á hækkun gjalds; breytingu gjalds, nýtt gjald eða aðrar mikilvægar ráðstafanir sem snerta beint hagsmuni notenda;

3.   veita notendum fullnægjandi upplýsingar um tillögur rekstraraðila um breytingar, svo sem hvers vegna breytingar eru nauðsynlegar;

4.   ná fram samkomulagi um fyrirhugaðar ákvarðarnir um breytingar á gjaldtöku;

5.   vera vettvangur samráðs milli rekstraraðila og notenda um gæðastig þeirrar þjónustu sem veitt er á flugvelli.

Þann 14. júní síðastliðinn samþykkti Alþingi breytingar á loftferðalögum nr. 60/1998, með síðari breytingum. Með þeirri breytingu var aðilum notendanefndar veitt heimild til að skjóta ágreiningi innan nefndarinnar til Flugmálastjórnar Íslands. Er í hinum nýju lögum einnig kveðið á um það að sá aðili sem skýtur ágreiningi til stofnunarinnar skuli greiða kostnað sem af málskoti hlýst nema niðurstaðan verði honum í vil en þá ber gagnaðila að greiða kostnaðinn. Er þetta nýja ákvæði nánar útfært í drögum þessum.

Reglugerðadrögin byggjast á heimild í 71. gr. a. laga um loftferðir, nr. 60/1998, með síðari breytingum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira