Hoppa yfir valmynd
22. ágúst 2022 Utanríkisráðuneytið

Nýr forsetaúrskurður um sendiskrifstofur, fastanefndir hjá alþjóðastofnunum og aðalræðisskrifstofur

Föstudaginn 19. ágúst sl. var birtur nýr forsetaúrskurður um sendiskrifstofur, fastanefndir hjá alþjóðastofnunum og aðalræðisskrifstofur nr. 93/2022. Úrskurðurinn öðlaðist gildi við birtingu.

Samkvæmt forsetaúrskurðinum verður á næstunni opnað sendiráð í Varsjá, höfuðborg Póllands og mun umdæmi þess einnig ná til Búlgaríu, Rúmeníu og Úkraínu. Þá verður opnað sendiráð í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne, en verkefni þess verða fyrst og fremst á sviði tvíhliða þróunarsamvinnu.

Nokkrar aðrar breytingar verða á starfsemi sendráða, fastanefnda hjá alþjóðastofnunum og sendiráðsskrifstofum samkvæmt forsetaúrskurðinum. Þannig fær fastanefndin í Vín í Austurríki að nýju stöðu sendiráðs gagnvart Austurríki, og fer einnig með fyrirsvar gagnvart umdæmisríkjunum Króatíu, Slóveníu, Slóvakíu og Ungverjalandi. Með úrskurðinum færist einnig fyrirsvar gagnvart 41 ríki frá sendiráðum til Íslands, fyrirsvar fimm ríkja færist milli sendiráða, en fyrirsvar gagnvart tíu ríkjum færist frá ráðuneyti til sendiráða.

Yfirlit yfir sendiskrifstofur Íslands

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum