Hoppa yfir valmynd
11. júní 2018 Heilbrigðisráðuneytið

Starfshópur um ákominn heilaskaða

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að greina stöðu þjónustu við fólk með ákominn heilaskaða og gera tillögur til úrbóta eftir því sem þörf krefur. Fagráð um heilaskaða og Hugarfar sem eru félagasamtök um málefni þessa hóps hafa óskað eftir vinnu sem þessari en báðir aðilar telja skort á greiningu, meðferð og þjónustu fyrir þá sjúklinga sem um ræðir.

Líkt og orðið gefur til kynna er ákominn heilaskaði ekki meðfæddur. Hann getur til dæmis orsakast af ytri áverka eða vegna heilablóðfalls eða heilabólgu. Um 1.000 – 1.500 manns hljóta heilaskaða ár hvert. Þar af þurfa 200 – 300 manns á frekari ráðgjöf og endurhæfingu að halda eftir að bráðameðferð á spítala lýkur.

Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili ráðherra tillögum sínum í nóvember 2018.

Formaður starfshópsins er Guðrún Sigurjónsdóttir sérfræðingur í velferðarráðuneytinu. Aðrir nefndarmenn eru;

  • Haukur Örvar Pálmason, tilnefndur af Landspítala
  • Smári Pálsson, tilnefndur af VIRK starfsendurhæfingarsjóði
  • Guðrún Karlsdóttir, tilnefnd af Reykjalundi
  • Jónas G. Halldórsson, tilnefndur af Fagráði um heilaskaða
  • Líney Úlfarsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Guðrún Harpa Heimisdóttir, tilnefnd af Hugarfari

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum