Hoppa yfir valmynd
Heilbrigðisráðuneytið

Einn sýktur - ekki grunur um frekari smit

Sýni sem tekin hafa verið benda til að ekki hafi fleiri en einn smitast af inflúensunni sem herjar í heiminum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sendu frá sér í dag.

Niðurstöður úr alls sex sýnum, sem tekin voru til rannsóknar síðastliðinn föstudag og laugardag frá einstaklingum sem grunur lék á að hefðu smitast af inflúensu A (H1N1), sýna að þeir eru ekki sýktir af hinni nýju inflúensu. Allir í viðkomandi hópi tengdust manninum, sem greindist með inflúensuna fyrir helgi, fjölskylduböndum. Fylgst verður áfram með heilsufari sexmenninganna næstu daga og tekin ný sýni til rannsóknar ef vart verður inflúensulíkra einkenna hjá einhverjum þeirra. Ekki er ástæða til að gera aðrar ráðstafanir.

  • Heilbrigðisyfirvöld leggja áherslu á að læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn verði áfram vakandi fyrir því að taka sýni úr sjúklingum með inflúensulík einkenni og senda til greiningar á veirufræðideild Landspítala.
  • Áfram er í gildi hættustig hér á landi samkvæmt viðbragðsáætlun um inflúensufaraldur.
  • Tilkynningar um viðbúnað vegna inflúensunnar eru birtar á influensa.is, bæði á íslensku og ensku, og á almannavarnir.is. Þar er einnig að finna ýmsar upplýsingar um inflúensuna og ráðstafanir í því sambandi.

Viðbúnaðaráætlun og tilheyrandi ráðstafanir vegna farsótta eru dagskrárefni sameiginlegs fundar sóttvarnalækna og lögreglustjóra á landinu öllu í Reykjavík eftir hádegi í dag. Til þessa fundar var boðað áður en inflúensa A (H1N1) var staðfest hérlendis.

Samkvæmt upplýsingum Sóttvarnarstofnunar ESB voru staðfest tilfelli inflúensu A (H1N1) í heiminum í morgun alls 12.501 í 46 ríkjum (sjá nánar sundurliðun aftast í þessari tilkynningu og á meðfylgjandi skýringarkorti). Langflest flensutilfellanna eru í Bandaríkjunum eða 6.552 en þar eru líka meðtalin líkleg tilvik þar í landi.

Staðfest dauðsföll vegna inflúensunnar eru nú 91 talsins, langflest í Mexíkó eða 80. Níu dauðsföll eru staðfest í Bandaríkjunum, eitt í Kanada og eitt í Kosta Ríka. Flestir þessara einstaklinga voru með undirliggjandi sjúkdóma sem geta gert sýkingar af völdum inflúensu alvarlegri en ella.

Tilkynningar um viðbúnað vegna inflúensu A (H1N1) eru birtar á influensa.is, bæði á íslensku og ensku, og á almannavarnir.is. Þar er einnig að finna ýmsar upplýsingar um inflúensuna og ráðstafanir í því sambandi, einnig á landlaeknir.is og á heimasíðum Sóttvarnarstofnunar Evrópusambandsins - ECDC, www.ecdc.europa.eu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar - WHO, www.who.int/en.

Útbreiðsla inflúensu A (H1N1) að morgni 25. maí 2009

Ríki innan ESB og EFTA

Staðfest tilvik

Dauðsföll

Austurríki

1

Belgía

7

Bretland

133

 

Danmörk

1

 

Finnland

2

 

Frakkland

16

 

Þýskaland

17

 

Grikkland

1

 

Ísland

1

 

Írland

1

 

Ítalía

19

 

Holland

3

 

Noregur

4

 

Pólland

3

 

Portúgal

1

 

Spánn

133

 

Svíþjóð

3

 

Sviss

3

 

Alls í ESB/EFTA

349

 

Ríkiutan ESB og EFTA-svæðisins

Staðfest tilvik

Dauðsföll

Argentína

2

 

Ástralía

16

 

Bandaríkin*

6.552

9

Brasilía

9

 

Chile

44

 

Kanada

805

1

Kólumbía

12

 

Kosta Ríka

28

1

Kúba

4

 

El Salvador

6

 

Ekvador

10

 

Filippseyjar

2

 

Gvatemala

4

 

Hondúras

1

 

Kína

15

 

Indland

1

 

Ísrael

7

 

Japan

338

 

Malasía

2

 

Mexíkó

4.174

80

Nýja Sjáland

9

 

Panama

76

 

Perú

21

 

Rússland

1

 

Suður-Kórea

3

 

Tyrkland

2

 

Tæland

2

 

Tævan

6

 

Alls utan ESB/EFTA-svæðisins

12.152

91

Alls staðfest tilfelli/dauðsföll 25. maí 2009

12.501

91

 

(Heimild: Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins www.ecdc.europa.eu/)

 

 Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira