Hoppa yfir valmynd
1. febrúar 2002 Utanríkisráðuneytið

Opinber heimsókn utanríkisviðskipta- og efnahagsmálaráðherra Kína 2.-5. febrúar 2002

Nr. 005

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Nr. 005


Shi Guangsheng, utanríkisviðskipta- og efnahagsmálaráðherra Kína verður í opinberri heimsókn hér á landi dagana 2.-5. febrúar n.k.

Í fjarveru Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra mun ráðherrann eiga fund með Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Á fundi sínum munu ráðherrarnir ræða samstarf Íslands og Kína á sviði viðskipta s.s. á sviði sjávarútvegs og jarðhita. Jafnframt mun ráðherrann þiggja hádegisverð í boði Geirs H. Haarde fjármálaráðherra.

Ráðherrann mun taka þátt í morgunverðarfundi með hagsmunaaðilum úr viðskiptalífinu mánudaginn 4. febrúar kl. 08.00 í Sunnusal Hótel Sögu. Mun hann á fundinum flytja ávarp og svara fyrirspurnum fundarmanna um viðskipti landanna.

Jafnframt mun kínverski ráðherrann kynna sér starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur á Nesjavöllum og starfsemi fiskvinnslu Granda hf., heimsækja safn Árna Magnússonar og verslunarmiðstöðina Smáralind.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 1. febrúar 2002.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík,


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum