Hoppa yfir valmynd
12. maí 2004 Utanríkisráðuneytið

Ástandið í Kósóvo

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fjallaði í gær, þriðjudaginn 11. maí 2004, um ástandið í Kósóvo. Harri Holkeri, sérlegur fulltrúi Kofi Annans, aðalframkvæmdastjóra SÞ, í héraðinu og yfirmaður UNMIK upplýsti ráðið um stöðu mála. Utanríkisráðherra Serbíu og Montenegro tók jafnframt þátt í fundinum.

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá SÞ flutti ávarp í ráðinu, en Íslendingar hafa nýverið lokið umfangsmiklu verkefni við rekstur Pristina-flugvallar. Í kjölfarið var undirritaður rammasamningur við yfirmann UNMIK í Kósóvo um vottun og leyfisveitingar vegna reksturs flugvallarins eftir 1. apríl 2004 sem flugmálastjórn mun annast í eitt ár eða lengur eftir samkomulagi.

Ísland tók jafnframt undir ræðu Evrópusambandsins sem haldin var á fundinum en í lok hans þakkaði Harri Holkeri Íslendingum sérstaklega fyrir að veita sérfræðiaðstoð á sviði flugmála.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum